Ég mæli með greininni hennar Birnu Önnu í sunnudagsmogganum 28. júlí. Hún heitir "Á ekki að fara að koma með eitt lítið?" Ég er alveg svo innilega hjartanlega sammála henni að það lá við að ég táraðist við lesturinn. Ég gjörsamlega meika það ekki þegar fólk spyr mig, MIG!!, EKKI ORÐIN 22 ÁRA, HÁSKÓLASTÚDENT OG BÝ HJÁ MÖMMU OG PABBA (!) hvort ekki sé farið að "hringla í eggjastokkunum!!! Hvað er að? Vill fólk virkilega að ég fórni menntun minni og starfsframa, tímabundið eða um aldur og ævi til þess að ég geti hjálpað fljótar til við að halda fólksfjölgunarvélinni gangandi. (Og nú verð ég að sjálfsögðu að skjóta því inní að börn eru auðvitað yndislega gefandi og stórkostleg kraftaverk svo að ég verði ekki sökuð um biturð eða öfundsýki í garð þeirra sem betur vita.) Mér finnst niðurlag greinarinnar líka alveg frábært þar sem Birna líkir spurningunni kjánalegu við það að við yngismeyjarnar spyrðum konurnar um fimmtugt (sem eru duglegar að pota í mann ónotunum) hvernig gangi á breytingarskeiðinu :) Aumingja fólkið, það heldur að þetta sé eins og að tala um veðrið. Það meinar svosem ekkert illt held ég. En ef þið finnið fyrir minnstu löngun til að spyrja mig hvort ekki eigi að fara að koma með "eitt lítið" þá fáiði beint á baukin...eða bara kurteisislegt nei.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home