Verslunarmannahelgin og einn fjölskyldumeðlima stórslasaður!!!
Þegar ég var yngri var mér sko ekki hleypt einni út í buskann um versló. Nú er tíðin önnur og yngsti fjölskyldumeðlimurinn fékk að valsa um eins og ekkert væri. En það var eins og við manninn mælt, hann kom blóðugur, laminn og haltur heim í gærmorgun og lá allan daginn og hvæsti á okkur sem vorum að reyna að hlúa að honum. Mamma fór með hann uppá dýraspítala í morgun þar sem honum var gefin eitthvað sýkladrepandi. Þetta mun vera í annað sinn sem við þurfum að far með Láka upp á slysó vegna slagsmála í ár. Ég spyr bara, er hægt að endurgelda hann? Elskum óhikað...kisurnar inni um versló!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home