þriðjudagur

Ég er ágætleg hrifin af þriðjudögum, ólíkt henni Hildi vinkonu minni. Mér er eiginlega ekkert sérstaklega illa við neinn dag. En mikið finnst mér skrítð þegar fólk tekur þessu með dagana (mánudagur til mæðu...) alvarlega. Ég þekki í alvörunni fólk sem flutti ekki inn í íbúðina sína á þriðjudegi..því það væri nú hrein og klár ávísun á þrautir! Svo er til fólk sem vill alls ekki láta leggja ættingja sína til hinstu hvílu á miðvikudögum..því þeir eru jú til moldar. Það gengur nú hreint ekki! Ég veit samt að þetta er örugglega ekki ástæðan fyrir því að henni Hildi líkar ekki við þriðjudaga. Gleðilegan þriðjudag Hildur. Vonandi lendirðu ekki í fleiri þrautum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home