miðvikudagur

Kvartkvart
Þar sem ég get ekki með réttu talist sumarstarfsmaður lengur þá ætla ég að nota tækifærið til þess að skrifa níð um slík fyrirbæri. (takið þetta til ykkar Hildur og Berglind)
Á sumri hverju flykkjast þúsundir af bólugröfnum einfeldningum inn á stofnanir og fyrirtæki þessa lands. Þeir læra handtökin og hoppa svo beint út í djúpu laugina. En flestir þeirra drukkna nokkrum sinnum áður en sumri líkur. Undirrituð lenti (að ég held) í einum slíkum vesalingi nú nýverið. Sá var ekki betur undirbúinn en það (kominn nærrumþví ágúst og allt!) að hann sendi mér tilkynningu um tollskylda póstsendingu fyrir fínu svörtu loose fit jogging pant with side pockets frá Victoria's secret. Slík bréf eru aðeins send fyritækjum (ég er augljóslega ekki fyrirtæki þó ég hafi fitnað), einstaklingum með vöru sem fer yfir 25 þús eða sendingu með meira en einni vörutegund. Þetta hefði verið allt í lagi ef sami einstaklingur sendi, í sama umslagi, nákvæmlegar þessar upplýsingar í formi reiknings frá Victoriu sjálfri. Ef til vill er ég of kröfuhörð, upplýsingarnar voru nú á engilsaxnesku og ég get ekki búist við að allir séu vel að sér á þeirri tungu. Ég meina CLOTHES er ekki beint auðvelt orð. Jafnvel ekki kennt fyrr en í 11 ára bekk. Og að breyta 35 $ í krónur er jah, flestum algerlega ofviða. Það gætu allt eins verið 25 þúsund krónur. Hvur veit. Það er ekki eins og gengi dollars hafi verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Hvað þá að gengið sé gert opinbert á hverjum degi. Maður gæti jafnvel þurft að fletta upp í morgunblaðinu eða, sem væri miklu flóknara, fara á netið. Nei, þessi sumarstarfsmaður gerði allt sem í hans valdi stóð til að þjónusta viðskiptavini Íslanspóst í hvívetna. Takk fyrir, og ekki hafa áhyggjur af tímanum sem ég eyddi í símanum til að leiðrétta þennan sjálfsagða misskilning. Og enn síður áttu að kenna sjálfum þér um að jogginbuxurnar fari ekki utan um mínar þjálfunarþurfandi lappir fyrr en í fyrsta lagi á morgun.
Haldið áfram að vinna vel sumarstarfsmenn!

ps. Fyrir ykkur sumarstarfsmenn en best að útskýra að clothes er fleirtölunafnorð og þýðir föt. 35$ eru um 3000kr.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home