miðvikudagur

Skrifstofa og úrgangur
Mér langar að segja ykkur frá nokkrum skemmtilegum staðreyndum. Skrifstofan mín er í um 40m hæð yfir grunnfleti. Það þýðir að útsýnið frá skrifstofunni er það besta í borginni. Nú kynnu menn að spyrja: Hva, er Ásdís flutt til New York eða jafnvel í City í London? Ónei, ég er í miðri Reykjavík. Og það er aðeins elsta félag landsins sem hefur betri skrifstofur en ég. Starfsmenn þess eru hinsvegar allir í sumarfríi. Og þá kemur að því að ég tali um síðari hluta fyrirsagnarinar. Því allur úrgangur sem ég læt frá mér dettur nebblega niður alla þessa leið. Hvílík salíbuna. Og þá á hann eftir öll Þingholtin líka! Mínum kúkum leiðist sko ekki á leið sinni út í Ballarhaf. Ónei! Fallhæð þeirra er um 50 metrar. Þetta var aldeilis skemmtilegt að segja frá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home