Merkilegir hlutir gerast enn
Já, nú er íslenski teljarinn búinn að ná þeim útlenska. Og gott betur. Samt setti ég hann upp nokkrum dögum á eftir hinum. Ég er farin að halda að hér séu brögð í tafli. Það breytir því ekki að ég er enn öfundssjúk út í ákveðnar vinkonur mínar sem eiga greinilega fleiri vini en ég. Öfundsýki er versta tilfinning í heimi. Hún étur mann upp. Öfundssýki er dauðasynd. Margir halda að dauðasyndirnar 7 standi í Biblíunni. Svo er ekki, þær voru fundnar uppp af Kaþólsku kirkjunni einhverntímann á miðöldum. Vá, ég fór frá teljaranum mínum yfir í kirkjupólitík í nokkrum línum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home