föstudagur

Í útlöndum barasta
Ég fékk mér núðlur á Núðluhúsinu í hádeginu. Þegar ég fer þangað líður mér alveg eins og ég sé í útlöndum. Ekki af því að þetta er Tælenskur veitingastaður heldur af því að það er svo mikil heimsborgarstemmning að fá sér svona ódýran austurlenskan í hádeginu. Ég fíla mig sem heimskonu með núðlurnar í Takeaway öskju. Og ef þið hafið ekki smakkað núðlur með kjöti á The Noodlehouse í downtown Reykjavik þá eigið þið mikið eftir. Þær eru svo góðar! Þess má geta að ég geri hvað sem er um þessa mundir til að fíla mig eins og í útlöndum því ég hef ekkert farið í sumar og er orðinn frekar desperat.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home