fimmtudagur

Afsökunarbeiðni
Eftirfarandi birtist á vef Berlindar Bjútí. Grein mín átti ekki að valda sárindum í frændgarði mínum og vonast ég til að skarð hafi eigi verið höggvið.

"Upp hefur komist um svik.
...svo er líka vandamál hvert ég á að flytja. Mér finnst allt í lagi að búa í Grafarvoginum en ekki í Hafnarfirði. Samt vill ég helst búa í Vesturbænum en þar er svo mikið af íbúðum sem þarf að gera upp. Og ekki kann ég að negla og svoleiðis...
Hvernig er hægt að láta annað eins og þetta út úr sér á prenti? Graaaafarvogurinn. Grafarvogur er næstum eins og Kópavogur. Grafarvogur er fyrir ofan snælínu. Maður getur átt von á að sjá Grýlu og Leppalúða rótandi í ruslatunnunum í Grafarvogi. Það er uppá fjöllum, ha. Á hinn bóginn höfum við hýra Hafnarfjörð. Einungis 12 kílómetrar frá miðbæ Reykjavíkur. Alltaf sól og blíða. Höfn og mávar sem kvaka. Er fagur söngur um Grafarvog? Nei, veltið fyrir ykkur hvernig á því stendur.
Ásdís, ég hélt við værum vinkonur. "

Sorrý Berglind, ég er vinur Hafnarfjarðar en þú veist að við, svona stórar sálir, rúmumst bara ekki báðar í firðinum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home