miðvikudagur

Hræðslupúki
Ég á við heimakæru-, breytingahræðslu- og stöðugleikaþrárvandamál að stríða. Sem nær þó alls ekki að vega upp á móti sjálfstæðis-, standa á eigin fótum- og hreiðurgerðatendensunum. Sem sagt: ég mun flytja að heimann í náinni framtíð (en kannski flytur mamma með okkur Guðna...svona fyrstu mánuðina svo að ég verði ekki fyrir breytingaáflli. Er ekki viss um að mamma samþykki það.) Svo er líka vandamál hvert ég á að flytja. Mér finnst allt í lagi að búa í Grafarvoginum en ekki í Hafnarfirði. Samt vill ég helst búa í Vesturbænum en þar er svo mikið af íbúðum sem þarf að gera upp. Og ekki kann ég að negla og svoleiðis. Kæra hjálp, geturðu gefið mér einhver ráð. P.s hvað lestu úr skriftinni minni, hvað er ég gömul?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home