Namminamm
Ég bjó til Súkkulaðimús um helgina. Ég held í alvöru að þetta sé það besta sem ég hef mallað um ævina. Að sjálfsögðu læt ég uppskriftina fylgja með eins og sannri hustru sæmir:
1 1/2 plata súkkulaði, brætt
1 msk appelsínubörkur (rífa í mjög smátt)
3msk sterkt kaffi
2 eggjarauður
300ml þeyttur rjómi
blanda öllu saman og svo
stífþeyta 2 eggjahvítur og blanda varlega saman við blönduna
kæla og borða síðan.
Fólkið mitt var alveg spinnigal yfir þessu og ekki líður á löngu þar til aftur verður hafist handa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home