I´v got the MR blues
Ég skoðaði blogg hjá einhverjum MR-ingi útí bæ í dag og þar var linkur á skólafélagið. Og vaaááá hvað heimasíðan sendi mig í nostalgíukast. Þar er að finna myndir, afmælisbörn dagsins og ýmislegt sem minnti mann á liðna tíð. Meira að segja verið að kvarta undan Kösu eins og í gammelinn. Ég ætla að reyna að komast í 6.bekk eftir BA-gráðuna. Nenni sko ekki aftur í stærðfræðina aftur. En ég var á námskeiði um daginn með engri annarri en eðalkennaranum Siggu Jó. Mér var hugsað til einhverra leiðinlegra ummæla sem ég hafði látið út úr mér þegar ég var ung og óhörnuð um einhver brjóst á röngum stöðum. Sá eftir því. Sorrý, ég er vond.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home