Drottinn blessi heimilið
Jæja, við fengum loksins íbúðina í gær. JIBBÝÝÝ!! HÚRRRAAA!! Við höfðum um það bil 10 mínútur til að átta okkur á þessu öllu og þá fóru gestirnir að streyma að. En ég átti svo sem von á því enda hafa margir verið nærrumþví jafn spenntir og við Guðni. Og nú byrjar það versta. Það þarf að pússa parketið og mála. Ég ætla helst ekkert að koma fyrr en það er allt búið. Enda er kannski ekki mikil hjálp í mér. En nú ætlum við Guðni að fara þangað til að eiga rólega ígrundunarstund á nýja heimilinu...bíddu með að koma í heimsókn þangað til seinna í dag...plís :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home