sunnudagur

Kallið mig kjána
En ég hef gaman af garðyrkjuþáttunum á Ríkissjónvarpinu. Kannski af því ég finn fyrir samkennd með hinum ræktendunnum. Hér á bæ eru tvær gerðir af pálmum, einn ástareldur og fimm basilíkuplöntur sem ég fræjaði í vor. Basilíkurnar eru dintóttar mjög en allt hafði þó gengið eins og í sögu og ég farin að vænta uppskeru. Hafði hugsað mé að nota þær í sósur og á pizzur. En aðstoðargarðyrkjudrengurinn fattaði ekki að vökva eina einustu plöntu meðan ég var úti í heimi og fór þetta afar illa með matjurtirnar. Menn tala um uppskerubrest.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home