Kraftaverk á Hvítasunnu
Ég átti viðburðaríka Hvítasunnuhelgi. Byrjaði á grilli hjá Hrannari og Petru, fór í sumarbústaðarferð, leikhús, gospelmessu og sunnudagssteik. En helgin endaði á því að ég fór á fæðingardeildina að skoða glænýtt 13 marka kraftaverk. Hamingjusömu foreldrarnir eru auðvitað Petra og Hrannar og heilsast móður og stúlkubarni vel. Ef maður einhvern tímann er í hættu á að fá krónísku barnaveikina, þá er það þegar maður heldur á svona yndislegum knúshnoðra.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home