fimmtudagur

Ég á ammli
Já dagurinn byrjaði vel. Mamma hitaði kakó og fór útí bakarí. Reyndar ætlaði Guðni að gera eins en hann var bara of seinn (hugsiði ykku hvað ég er heppinn, fólk rífst um að fá að koma mér á óvart). Ég fékk óóógeðslega flotta pakka. Frá Mömmu og Pabba fékk ég...tata pottasett! Þrjá eðalstálpotta með þykkum botni og allt. Eitthvað verður nú eldað í þeim næstu árin. Það mætti nú segja mér það. Frá Guðna fékk ég....tata 3 hnífa og hnífastand. Svaka flott og ég er rosa ánægð með valið. (Guðni á það til að velja gjafir í nokkru flýti. Samanber Missa, tuskuorminn úr IKEA (Missi stendur fyrir misheppnaður) og hórusloppinn sem hann gaf mér um jólinn.) Svo fékk ég gjafabréf í Kringlunni frá ömmu. Systir mín kemur í kvöld og ég vona að hún komi líka með eitthvað smáræði til að gleðja litla hjartað í systur sinni. Frábært að eiga ammli! Takk allir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home