mánudagur

Turen gar til Bomsedal
Í gær var nú glatt á hjalla. Við Hildur og Berglind fórum að týna ber. Eftir ferðina get ég lagt fram þessar afleiður. Ég er haldin bláberjaspennu og legg því of fljótt af stað. Hildur er lélegur bakari og því verður hún að kaupa allt sitt bakkelsi. (léleg hustru). Amboð fást gefins í suðurveri. Berglind er öflugur týnari. Hildur er lélegur týnari. Ég miðlungs. Engin eru krækiberin í Botnsdalnum. Bláberjafræðingar í útvarpinu eru rugludallar. Berglind þekkir engann lækni og er þetta henni áhyggjuefni. Hildur ætlar ekki að mennta sig í heilbrigðisstétt. Engin bláber eru í Danmörku. Gaman er að týna ber í góðra vina hópi. Mér finnst bláber ekkert sérstök með mjólk og sykri. Bláberin munu sennilega fara til spillis. Takk og bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home