fimmtudagur

Verslunarmannahelgin

Ég og Hildur erum skoðanasystur með þessi Verslunarmannahlegarmál. Ég hef aldrei farið á útihátíð. Ég skammast mín ekkert fyrir það. Ég tel sko ekki Vatnaskóg með sem útihátíð. Þar er heldur enginn brjóstbirta. Enginn nauðgun hefur verið kærð. Ekki ein einasta lögga á svæðinu. Ekki einusinni sjúkratjald. Þessa verslunarmannahelgi gisti ég í Ölveri. En ég verð ekki með neitt öl. Haha. Ölver eru sumarbúðir Kfumogkara við Hafnarfjall. Þar er heitur pottur og engin sumarbúðarbörn þessa helgi. Svo ætla ég að keyra yfir í Vanaskóg svona tvisvar til að tékka á stemmingunni. Ég á von á voða kósí og skemmtilegri helgi. Ég er að hugsa um að baka súkkulaðiköku. Vonandi tekur Erla með sér Trivialið. En því miður þarf Guðni að vinna á mánudeginum :(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home