laugardagur

Box og barnaafmæli
Olga Katrín Lívásudóttir varð 3 ára í gær og býður vinum og vandamönnum í kaffi og meððí í dag klukkan 16. Hún kann ekki enn að lesa litla skinnið þannig að ég get alveg sagt hvað ég ætla að gefa henni: babyborn smekkbuxur og bol og pakka af babyborn bleyum. Hún verður eflaust mjög ánægð með það. Svo er pabbi hennar kokkur og býr til rosa góðan mat og því verður átveisla í dag.
Ég kem því ekki svöng í boxið í kvöld!!! "HA!", kann einhver að spyrja sig "hefur Ásdís gaman af slíku?" Ásdís hefur ekki hugmynd um það, hún hefur aldrei farið á box. En Guðmundur Arason boxari bauð mér að vera með sér í heiðursstúkunni í kvöld (ekki þessa öfund) og hvernig get ég hafnað slíku kostaboði. Ein spurning þó: hvernig fer maður klæddur á box? Jæja, ég finn eitthvað, þið sjáið það á Sýn í kvöld :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home