laugardagur

One down, two to go
Fór í fyrsta prófið í dag, gekk ágætlega. En spreitið ykkur á þessari spurningu sem var á prófinu (held kennarinn hafi verið á sýru blessunin):


Minnisæfingar eru eins og: (myndlíking)
a) að blása í götótta blöðru
b) Að taka U-beygju til að komast undan löggunni
c)Að taka nokkrar verkjatöflur til að sjá hver virkar best
d) Að skoða hlutabréfamarkaðinn í heilan dag til að ákveða svo hvaða hlutabréf á að kaupa.

Ég get sagt ykkur að ég varð alveg lens yfir þessu, svaraði bara d og er engu nær. Fæ aldrei að vita rétta svarið, nema ég geri mér ferð til þess og hver nennir því svosem.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home