sunnudagur

Gleðilegan...(veldu 1 af 3)
Já það eru að minnsta þrennt til að óska til hamingju með í dag. 1. des, 1. í aðventu og svo eru áramót líka. Nýtt kirkjuár byrjar nebblega í dag. Því er ekki hægt annað en að vera í spariskapinu í dag. Ég bjó til dýrindis aðventukrans í gær og hvítt og gyllt eru litir dagsins. Mjög ánægð með útkomuna og kveikti á kertinu áðan. Fór í mat í gær til Erlu og Kjartans (takk fyrir lambasteikina og skemmtilegt spjall), í messu í morgun og svo til systu áðan í mat. Er annars búin að vera að stúdera uppeldiskenningar þessa helgina. Rokka feitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home