Götunöfn
Ég er áhugamanneskja um athyglisverð götunöfn og því er nýja könnunin um þau. Þar hef ég safnað saman þeim sem eru í uppáhaldi hjá mér og þið megið kjósa það sem þið teljið best heppnað. Könnun þessi kemur í beinu framhaldi af því að ég er að flytja í götu með ekki svo vel heppnuðu nafni, Trönuhjalli. Það eru engar trönur (?) á Íslandi og þeir sem hafa ekki vald á íslensku halda alltaf að hjalli sé það sama og hjallur og það er aldrei gott að búa í því síðarnefnda. Önnur götunöfn sem fá mig til að brosa útí annað eru: (megrunar)Kúrland, Gránufélagsgata, Fákafen (mamma fann uppá nafninu!) og H.C. Andersens Boulevard í Kaupmannahöfn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home