föstudagur

Ánægjulega erfiður dagur
Brjálað að gera í lagaenskutíma. Heimsótti Óla í nýju íbúðina og fékk svo meira að segja pítsu. Eftir gott námskeið með leiðtogaefnum (sem ég slúttaði fyrr en áætlað var vegna handbolta), keyrði ég heim úr Hafnarfirðinum hlustandi á leikinn og þegar ég kom heim var ég alveg að deyja úr spenningi...og ég má bara ekki við svona hjartaálagi eftir langan dag. Þess vegna var ekkert meira afslappandi fyrir heilann heldur en Bachelor og Sex and the City. Nú er ég virkilega ánægð með daginn og ekkert súr yfir tapinu. Og má ég bara segja að ég er alveg sammála hlustendum rásar 2 með Guðjón Val. Sooooldið sætur! Og ég má sko alveg segja það þó ég sé að fara að gifta mig, þrátt fyrir að ég hafi heyrt annað í gær! Vildi bara að allir hefðu það á tæru!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home