mánudagur

Góður gospelkór
Ég heyrði Gospelkór Reykjavíkur syngja í fyrsta skipti um helgina. Þau voru betri en ég þorði að vona og ég fékk meira að segja tár í augun þegar þau tóku I love the lord (Whitney Houston lag), gæsahúð á bakið og allt. Þá var sko sungið Guði til dýrðar, Amen! En nú finn ég ekki diskinn minn með laginu svo að ég er bara að hlusta á Bien Sabroso á diskinum Latino Fiesta sem ég keypti á útsölu í skífunni fyrir nokkrum árum. Ekki jafn gott en gott samt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home