Blessaðar brúðirnar
Æææ, en fyndið. Á þeirri stórmerku síðu brudkaup.is hittast konur eins og ég og ræða málin. Það fyndna er að oft verða þar virkilega heit skoðanaskipti um brúðkaup!!! Trúi því hver sem vill. Núna eru einhverjar elskur að kvarta undan því að prestar skuli einmitt þurfa að vera á prestastefnu þegar þær ætla að gifta sig. Ein segist meira að segja hafa skipt um kirkju og farið í Fríkirkjuna. Hvernig dirfist þessum prestum að láta ekki vita af þessum ósið sínum að þurfa að funda svona á miðju sumri? Vita þeir ekki að ekkert er mikilvægara en brúðkaup?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home