Þetta nær nú engri átt
Loksins þegar við fáum íbúðina langþráðu þá verð ég bara veik. Úffípúffí. Ég þarf stöðugt að vera í innan við 5 m radíus frá klósetti og get ekki borðað neitt og drekk bara vatn með salti svo ég skrælni ekki upp. En líðanin er samt ekki svo hræðileg og nú er ég að fara að dunda mér við boðskortagerð. Verð vonandi orðin góð fljótlega enda hef ég enga biðlund fyrir svona vitleysu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home