fimmtudagur

Jah, svei mér þá!
Ég er bara að blogga svona alveg óumbeðin. Af mér er það helst að frétta að ég hef ákveðið að treysta algerlega á skyndilausnir þegar að líkamanum kemur og skella mér í leirvafning daginn fyrir brúðkaup. Desperate calls for desperate measures eins og þeir segja í útlandinu. Ég er orðin fallega náttúrulega brún þökk sé sólinni og get því sparað brúnkuklútana sem ég hafði fjárfest í. Er það vel því maður verður alltaf solltið appelsínulegur af þessu gervidóti. Ég baða hár mitt með rándýrum efnum í tíma og ótíma og neglurnar mínar eru aldrei án naglalakks og haldast vel fyrir utan eina sem brotnaði. Blessuð sé minning hennar. Hún þekkti ekki sinn vitjunartíma og gat ekki drullast til að haldast á puttanum.
Mamma er spennt og telur niður eins og herforingi fyrir D-day. Amma er að fara yfirum og hefur enn ekki fundið neitt dress sem er nógu blúndað/blómstrað/gyllt/pallíettað. Systir mín er ferlegur lygari en reynir samt að halda gæsuninni leyndri. Pabbi er chillaður en hefur tilkynnt að hann ætli að kaupa sér teinótt jakkaföt. Það ku vera toppurinn. Guðni er farinn að svitna útaf morgungjöfinni. Vonandi fæ ég ekki borvél eða gameboy.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home