föstudagur

Jól #8
Þetta verða áttundu jólin okkar Guðna en jafnframt þau fyrstu sem við borðum saman og tökum upp pakkana saman. Ég er því óvenju spennt fyrir þessi jól en að venju uggandi yfir áttundu jólagjöfinni. Guðni er nebblega ekkert svakalega góður gefari. Ekki það að hann splæsi ekki veglega..bara ekki í réttu hlutina. Nægir þá að nefna hórusloppinn fræga (sem ég nota reyndar mikið). En hvaða máli skipta gjafirnar þegar maður er umvafinn sínum vænustu. Það finnst mér í alvörunni vera jólin (sönn klysja)! Því fleiri því betra segi ég.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home