Amman á leiðinni
Danska amman kemur á miðvikudag. Hún lætur sér ekki muna um að dröslast yfir þúsund kílómetra for at holde fest. Samt var hún lögð inn á spítala í síðustu viku því drykkjusjúki heimilslæknirinn hennar (sem hún VAR pínu skotin í) lét hana bryðja pensilín sem hún er með bráðaofnæmi fyrir. Hún var því eins og fílamaðurinn í tvo daga. Það á ekki af ömmunum mínum að ganga því Ástrún amma er að fara í aðgerð á miðvikudag, en er samt alveg að fara að halda fjölskylduboðið á jóladag eins og undanfarin trilljón ár. Blessaðar ömmurnar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home