föstudagur

Pólitíkin stelur áramótunum
Ég barasta skil ekki hvernig það hefur læðst in í huga fjölmiðlamanna sem og annarra að pólitík eigi einhverja alsherjar samleið með áramótum. Skaupið, það er bara um einhverja stjórnmálamenn. Gamlársdagur í sjónvarpinu er undirlagður af flokkapólitík og vart hægt að snúa sér fyrir fólki sem er að velta sér upp úr nokkurra mánaða gömlum umræðuefnum af Alþingi. Ég segi að næstu áramót verði til dæmis tileinkuð öllu sem byrjar á T. Tertum, timijan, túputyggjói, tartalettum, tímasóun, túrbínum og títiprjónum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home