Versla inn
Í dag var framhaldsnámskynning í HÍ. Ég hef farið áður á svona kynningu og mér dettur alltaf í hug Kolaportið eða einhver markaður. Eins og fólk sé svona að leita að hagstæðasta boðinu. Bestu básarnir eru með gratís nammi. Sumir eru ásetnir, á öðrum er bara einmanna kennari við borðið (sem var einmitt málið við enskubásinn þegar ég labbaði þar framhjá). Var eitt andarak að hugsa um að þykjast langa í masterspróf í ensku til að gleðja gamlan kennara. Kaupa hjá honum sakir kunningsskapar. Hætti svo við. Mundi að þetta var ekki Kolaportið og maðurinn doktor í málvísindum en ekki harðfiskssali.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home