þriðjudagur

Fasta
Að sprengidegi loknum hefst 40 daga fasta eins og flestum er kunnugt. Ég hef þó ákveðið að fasta ekki á hið hefðbundna kjöt...enda væri það engin raun fyrir mig, ég gæti lifað á brokkolíi og nammi. Það var því ekki aðeins sprengi-saltkjötsát í dag heldur sprengi nammiát. Ég ætla sem sagt að ögra þolgæði mínu og borða ekki nammi þar til ég gæði mér á páskaegginu eftir morgunmessu á páskadag. Og ég rita þetta hér til þess að ég geti síður svikist undan. Ég verð þó að viðurkenna að fasta þessi er ekki síður heilsufarslegs eðlis en trúarlegs. Smá letrið: "nammi" telst ekki kökur né popp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home