þriðjudagur

Neyðin kennir naktri konu að spinna
Ég er undirokuð af knattspyrnu og eina leið mín til að eiga lágmarkssamskipti við eiginmann minn er að horfa á hana. Ég er síður en svo hreykin af því að viðurkenna það en ég hef horft á einn eða tvo leiki. Reyni þó að koma með pirrandi komment og spurningar til að fá viðbrögð frá Guðna (neikvæð athygli er betri en engin). Nokkur dæmi: Af hverju sitja engir áhorfendur þarna?" "Af hverju er boltinn ekki svartur og hvítur?" "Voðalega eru þeir eitthvað æstir yfir að tapa!" Svo er auðvitað klassík að dást að limafegurð leikmanna í tíð og tíma. Múhahaha!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home