Kína Húsið
Ég er snjöll húsmóðir eða þannig. Ég bauð starfsmönnum unglingaklúbbsins (NB. áður "leiðtogum í æskulýðsstarfi") til mín í gær í mat. En ég lét Kína Húsið sjá um matreiðsluna og sótti ekki einu sinni matinn sjálf. Magne sá um það. Palli valdi matinn. Og ég er að segja ykkur, ef þið eruð hrifin af austurlenskum mat þá er Kína Húsið sko staður sem enginn má missa af. Sjúklega góður karrýréttur, klassískar rækjur í súrsætri osfv. Mmmmmm. Takk, Kína Húsið. Og hugsa sér ég hef horft á þennan stað í samtals um 200 klst út um gluggana á H og I (ha, var það ekki I annars?) stofu á gamla skóla. Aldrei datt mér í hug að fara þangað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home