Stundaskrá
Ég verð að deila henni með ykkur. Enskudeild er staðráðin í því, þriðja árið í röð, að gera mig að aumingja. Fyrstu tímarnir eru aldrei fyrr en kl 10:15 og það er bara 2 í viku. Frí á fimmtudögum. Þar af leiðir að ég verð aldrei komin á lappir fyrr en eftir dúk og disk. Ég er reyndar bara í 2 kúrsum í enskunni, Shakespeare og 19th century lit. Svo er ég í Þroski barna og unglinga í Uppeldisfræði. Það er bara svona til að auka sjóndeildarhringinn. En ég verð að beiti mig miklum sjálfsaga ef ég á að tuskast áfram með ritgerðina. Úffí púffí.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home