mánudagur

Draumráðning
Í nótt dreymdi mig martröð sem sviftir hulunni af öllum mínum dýpstu áhyggjum. Ég var í Hagkaup að máta brúðarkjóla (martröð #1 : að þurfa að kaupa brúðarkjólinn minn í Hagkaupum), en, viti menn, ég var of feit í alla kjólanna (martröð #2: að verða svo feit að ég kemst ekki í einn einasta brúðarkjól.) Þá fattaði ég allt í einu að ég var ekki svona feit, heldur var ég ólétt! (martröð# 3: að verða ólétt). Þar með var mér allri lokið. En ekki martröðinni. Það var nebblega svo heppilegt að aðstoðarkonan í Hagkaupum (sem hafði verið fruntuleg við mig af því ég var svo feit, en skánaði heldur þegar uppgötvaðist um ástand mitt) átti einmitt sónartæki í búðinni (hagkaup farið að selja vörur fyrir heilbrigðisgeirann). Hún skellti tækinu á mig og þá kom það í ljós að ég átti von á þríburum!!!! (martröð #4: að eignast fleiri en einn grísling í einu). Þá átti ég ekki meira til en vaknaði í svitakófi yfir þessu öllu. Ég held að þetta sé versta martröð sem ég hef fengið í langan tíma. Hún afhjúpar mig gjörsamlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home