mánudagur

Fólk sem bloggar meðvitað
Mér leiðist þegar fólk er að reyna að vera ögrandi, óháð, ádeilandi og ofsalega meðvitað um allt. Ég veit bara nóg um mjög fáa hluti til að geta úttalað mig um þá. Ef ég fer að deila á rafeindaverkfræði eða kjördæmaskipan...látið mig þá vita. Ég ætla að reyna að halda mig við bókmenntir og vandamál kristilegs æskulýðsstarfs í borginni. Ég hefði kannski átt að sleppa draumráðningunni hérna áðan? Ég veit ekkert um draumráðningar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home