miðvikudagur

Drama á bráðavaktinni
Ég var heima í gær vegna slappleika. Ástæðan fyrir slappleikanum var nokkuð áhugaverð og læt ég þessa sögu fylgja til að útskýra málið.
Þegar ég sótti Guðna á Sorpu á mánudagskvöldinu var greyið búinn að stinga í sig skrúfjárni og þótti okkur réttast að skella okkur á bráðamóttöku landsspítalans þrátt fyrir að áverkarnir væru minniháttar. Þegar þangað kom var okkur fljótlega vísað inn á stofu þar sem við biðum stutta stund. Á meðan spjölluðum við hjúin um daginn og veginn. Ekkert amaði að fyrir utan sárið litla sem hætt var að blæða úr. Þá kemur aðvífandi unlæknir sem er afar viðkunnarlegur og byrjar að gera að Guðna og segist þurfa að sauma eins og tvo spor. Á meðan að þeir spjalla fer mér að líða undarlega. Skyndilega verður mér flökurt og finn að ég er að hvítna upp. Ég er um það bil að fara að afsaka mig og fara fram á salernið þegar ungi læknirinn biður mig að ná í einhverjar grisjur úr hillu. Ég stend upp og finn þá að ég er um það bil að fá aðsvif en reyni að aðstoða lækninn. "þetta er þarna í hillunni með bleikum miða" heyrist mér hann segja því nú er ég farinn að missa heyrn all verulega. Ég teygi mig hálf meðvitundarlaus eftir grisjunni en segji "afsakið ég held að það sé að líða yfir mig!". Ég reyni að hitta á hilluna þar sem grisjurnar voru en er eins og ölvuð manneskja og Guðni hváir við, heldur að ég sé bara alveg að fara yfirum. Ég sé ekki hálfa sjón og riða. Unglæknirinn er þegar hér kemur við sögu staðinn upp, hættur að huga að slasaða manninum og farinn að hafa meiri áhyggjur af ungu píunni. Biður mig að setjast niður og segjir í leiðinni "þetta er allt í lagi, svona geris oft hér" Eins og ég sé ein af þessum aumingjans ræflum sem þola ekki að sjá blóð. Hvað þá að koma inn á spítala. Svo er ég leidd fram á gang (af því ég þoli greinilega ekki að horfa á manninn minn þjást með opið sár á hendi)! "Stelpur, gætuð þið gefið þessari vatnsglas henni líður illa hérna inni" Ooooohhh...ég eins og mega hálfviti og skammast mín ekki lítið. En jafna mig frammi á biðstofu. Tekið skal fram að ég er fullfær um að vera viðstödd krufningu án þess að blika auga. Ég er núna að reyna að sannfæra alla um að ég sé ekkert smeik við spítla og líka að ég sé sko ekki ólétt. Ég veit ekki hvað amaði að en útiloka tilfinningarlegar spítalahræðsluhugsanir. ÉG ER EKKI SPÍTALAHRÆDD! Guðna heislast eftir atvikum vel. Stolt mitt er verulega sært.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home