sunnudagur

B O B A
Já svona er þá box. Þeir kalla þetta Ólympíska hnefaleika, en mér fannst lítið ólympískt við blóðnasirnar og högghljóðin. En þetta var svoldið eins og með nautaatið forðum. Þegar maður kemst yfir upphaflegu ónotin í maganum og þaggar niður í Superegóinu (ekki viss um að það sé hollt þó) þá nær Id-ið yfirhöndinni og maður skynjar frumstæða löngun mannsins fyrir ósvikið adrenalínflæði. Ekkert bíómynda allt í plati neitt. Bara alvöru blóð og ekta sviti. Svoldill "Death in the afternoon" fílingur. Hemmingway hefði kannski kallað þetta "Blood before bedtime". Har har har har. Annars vil ég þakka Erlu, Kjartani og Guðmundi Arasyni fyrir hina mestu skemmtun. Gamli kann sko að halda partý.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home