fimmtudagur

Drossíudrama
Það var farið að heyrast undarlegt hljóð í Micrunni. Í hvert skiptið sem stigið var á bremsuna heyrðust annarleg hljóð. Hgggggggggggghhh. Ég fann til með drossíunni, engdist um í bílstjórasætinu. Hugsaði hlýtt til gangkerfisins. "Þú getur þetta litli bíll. Ekki gefast upp! Ef þú hættir að keyra, hver á á að keyra mig í kirkjuna næsta sumar? Einhver glæný kerra sem aungvar hefur tilfinningarnar?" Svo var farið með hana til sérfræðings sem sagði að hún þyrfti nýja bremsuklossa. Og þannig klossar fást ekki bara í Hollandi. Svo nú er allt í góðu og ekkert hljóð heyrist ef maður hemlar á drossíunni. Guði sé lof.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home