Ruslabíllinn á Nesinu
Ég vildi bara segja ykkur frá ruslabílnum hérna. Hann er mjög skemmtilegur. Miklu skemmtilegri en appelsínugulu bílarnir í Reykjavík. (En takið eftir: við eigum bara einn ruslabíl!) Á hlið bílsins er nebblega mynd af frekar dólgslegum pandabirni á sólarströnd. Hann heldur á íslenska fánanum í annarri hendi og horfir beint fram, íbygginn á svip. Við hliðin á honum er uppblásinn sundlaugarbolti. Ef ég á að segja alveg eins og er þá minnar hann mig helst á einhvern barnaníðing. "Komiði að leika krakkar, ég er nakinn pandabjörn með sundbolta og sautjándajúníflagg. En kannski er ég bara að oftúlka. En það er allaveganna nokkuð ljóst að menn þurfa að vera á einhverju til að detta í hug að setja pandabjörn á sólarströnd utan á ruslabíl.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home