laugardagur

Menning
Fór á opnun sýningar í dag. Margrét Rós heitir listakonan og er vinkona mín. Hún hefur áður boðið mér að koma og hef ég notið verka eins og svínshausa, þurrkaðra gullfiska og leyndarmála í vatni. Í dag voru þó til sýnis myndir af nunnum í Kraká, skemmtileg verk með mystískum undirtón. Svartar slæður nunnanna ber við blán himinn og maður sem hverfur í photoshop. Endurspeglar áhuga listakonunnar á klaustrum og fólkinu sem kýs að búa þar. Við Margrét erum sammála um að klaustur séu æðisleg. Og maður þarf ekki að vera nunna til að njóta þeirra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home