Áfall
Í gær var hæð mín mæld af atvinnumanneskju með fullkomnu mælingartæki og þá kom í ljós að ég er aðeins 165,5cm á hæð! Ég hafði talið mér trú um að ég væri 166.5! Þetta er að sjálfsögðu mikið áfall og hef ég fengið viðeignadi aðstoð. Guðni talnaglöggi var ekki lengi að skella þessu upp í prósentur og sagði "Þú ert 1% minni en þú hélst!" Þannig að það má með sanni segja að ég hafi tapað prósenti af sjálfri mér á svipstundu...og það ekki á þverveginn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home