Doddi í draumalandi
Svo virðist sem Óli lokbrá hafi ruglast á Ásdísum síðustu nótt því mig dreymdi Dodda úr MR. Hann var að sjálfsögðu í nýju íbúðinni sinni í Ameríkunni, nema hvað að þetta var í blokk og blokkin var búin til úr einum stórum stillansa. Allt lék á reiðiskjálfi og ég hélt að húsið myndi hrynja. En ég klifraði upp í íbúðina og þar var ofsa fínn ískápur fullur af girnilegum mat. En Doddi, þú verður að mála aftur held ég, þessi græni litur var ekki að gera sig! Hvað myndi Freud segja við þessu eiginlega?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home