Misheppnaða prinsessan
Ég keypti mér óvart brúðarskó í dag (jibbý!). Það var ógeðslega gaman. Þeir voru á afslætti, græddi svaka. En svo fór mín heim og hugsaði: "Jah, það vilja nú allir fá að sjá mig í skónum í kvöld svo að það er best að reyna að ryðja frumskóginn á leggjunum á mér" (ok smá ýkjur en hef ekki verið iðin undanfarið í fótrakstri vegna anna). Ég tók því til nýja sköfu af því að ég las einhversstaðar að háreyðingarfroðan mín væri eitruð. En það fór ekki betur en svo að ég skar mig á nýju beittu sköfunni og kom smá rispa. Hélt nú ekki að mér myndi blæða út af smá skrámu á leggnum, en öðru nær. Það gjörsamlega fossar blóð úr þessu litla sári og reyni ég að stoppa flóðið með stórum plástri. Það verður því skondið að sýna mömmu fínu skóna mína, með risa plástur á ökklanum. Ekkert prinsessulegt! En skórnir eru samt æði. Támjóir með bandi aftur fyrir ökkla.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home