mánudagur

Skemmtileg saga
Systir mín bauð í mat og fannst ekki vera til nóg kjöt og skar þess vegna af puttunum sínum til að hafa með. Magna datt ekkert annað í hug en að hringja í DÝRALÆKNI!!! hahahaha, enda hef ég alltaf sagt að Bryndís væri óttalegur hundur hahha! Og svo kom dýradoksi og batt um puttnana. Til að skemma söguna aðeins verð ég þó að nefna að bróðir hans Magna er dýralæknirinn í sögunni og því var brugðið á það ráð að kalla til hans í stað hefðbundnari læknis. Annars hefur stelpan það fínt og varð ekki varanlegt tjón á fingrunum, enda hefði þá verið úti um þann mikla frama sem stelpan á fyrir sér í píanóleik, hahahha! Ég er soddan grínari, hún nennir aldrei að spila.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home