miðvikudagur

Eyjaferð
Eftir að hafa upplifað verstu 3 klukkutíma ævi minnar (óóó já ég var sjóveik) kom ég til eyja með óbragð í munninum. En ég var ekki lengi að hrista af mér sjóriðuna og Óli Jói tók vel á móti okkur. Þrettándagleðin var mikil sýning og eyjamenn geta verið stoltir af þessu öllu saman. Eftir bálið var okkur svo boðið í dýrindis fermingarveislu (með engu fermingarbarni) hjá Vídó mafíunni. Daginn eftir var okkur svo sýnt nánast allt sem er merkilegt í Heimaey. Við fórum í söfn, stafkirkjuna, sprönguðum (ég samt rétt hoppaði með kaðalinn en Guðni og Óli Jói voru báðir nærri búnir að slasa sig) og kíktum í Landakirkju og heilsuðum upp á nýja prestinn hann Þorvald. Svo fórum við á Café María og Mánabar um kvöldið. Bestu þakkir fá Ólafur fyrir gestrisnina og mamma hans fyrir sjóveikistöflurnar sem komu að góðum notum á leiðinni heim. Af ferðinni má draga þær ályktanir að eyjamenn labba aldrei neitt (pósturinn keyrði meira að segja á milli húsa) og að sjóveiki sé komin beint frá andskotanum. (Er ég að blóta ef ég segi það?)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home