fimmtudagur

Úffípúffí
Guðni kom með greiðslumatsform í gær. Ég fékk alveg sting í magan. Ég vil ekki verða fullorðin. Ekki þurfa að hugsa um mánaðarlegar afborganir og stimpilgjöld og greiðslugetu og útsvar og blablalbla. Vill einhver ekki bara koma í Barbie? Ég skal meira að segja vera Skipper (ljóta dúkkan mín með rauða hárið sem var alltaf látin leika leiðinlegu stelpuna hjá mér og Bryndísi). En ég á svo sem ekki að vera að væla. Sumir geta aldrei keypt sér íbúð. Eyða bara péníngnum í skó eins og Carrie Bradshaw.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home