föstudagur

Bíó
Fór á Chicago með Guðna og Óla Jóa. Ég mæli ekki með að fara með þeim tveimur. Þegar myndin byrjaði komumst við að því að við vorum ekkert á About Schmidt eins og planið var. Guðni var með miðana og var honum því kennt um að hafa ekki verið með salinn á hreinu. En við vorum ekkert að skupta um sal því okkur langaði alveg að sjá þær báðar. Svo í hlénu fór Guðni í sjoppuna og sá mig og stóð þétttingsfast upp við mig meðan ég keypti nammi. En þá sagði Óli "þetta er sko ekki Ásdís". Ég var semsagt hinumegin í sjoppunni og stúlkan sem varð fyrir atlotunum forðaði sér bara. Strákarnir voru líka alltaf að spjalla eitthvað og ég þurfti alltaf að vera að sussa á þessar flisspípur. Ekki var nú skárra þegar Óli fór að essemessa í miðri mynd. En myndin var fín. Kannski ekki margra Óskara virði samt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home