Hef enn ekki bundist skólanum mínum tilfinningaböndum
Þegar ég var í MR tók ég því bara nokkuð létt þegar skólinn gerði eitthvað fáránlegt eins og að láta mann taka stúdentspróf í íþróttahöllinni. Mér þótti vænt um skólann minn þótt hann væri oft með kjaft. Ég brosti bara út í annað og andaði djúpt áður en ég fór inn á klósett. En nú er tíðin önnur. Ég er búin að vera í HÍ í 2 og hálft ár og við erum bara ekkert að ná saman. Ef við værum í Bachelor þá fengi HÍ ekki rós. Núna fattaði ég að skólinn gæfi manni bara viku til að breyta skráningu eftir að skóli hæfist og nú þarf ég að vesenast og BORGA fyrir blað sem kennarinn þarf svo að skrifa undir til að ég megi skrá mig. Ooooh. Ég er sko ekkert að brosa út í annað og mér skít langar sko ekkert í HÍ peysurnar sem er verið að selja í bóksölunni. Var hinsvegar í MR peysunni á mánudaginn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home