sunnudagur

Loksins jólagjöf
Við systurnar gáfum mömmu þrjú myndaalbúm og loforð um að setja aldagamlar myndir fjölskyldunnar í þau í jólagjöf. Að því varð svo loksins í dag. Svoddan dúllur voru pabbi og mamma þegar þau voru lítil. Reyndar erum við bara tæplega hálfnaðar með verkið þar sem systir mín var eitthvað ómöguleg og vildi ekkert gera nema það væri flokkað og skipulagt í þaula. Það var eins og hún væri að skipuleggja innrás inn Írak en ekki setja myndir í albúm. Við verðum sennilega ekki búnar með nema fram að 5 ára afmælinu mínu þegar næstu jól koma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home